Körfubolti

Boston komið áfram og meistararnir í góðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry fagnar í nótt en hann hefur átt betri leiki.
Curry fagnar í nótt en hann hefur átt betri leiki. vísir/getty
Ríkjandi NBA-meistararnir í Golden State eru komnir með 3-1 forystu gegn LA Clippers í einvígi liðanna í úrslitakeppninni í NBA-deildinni þetta tímabilið.

Golden State unnu fjórða leik liðanna í nótt, 113-105, eftir að staðan hafi verið 62-54, þeim í vil, er liðin gengu til búningsherbergja. Clippers setti þá undir pressu í þeim síðari en meistararnir héldu út.

Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State en hann gerði 33 stig. Að auki tók hann sjö fráköst og gaf sex sotðsendingar. Klay Thompson gerði 32 stig en í liði Clippers var Shai Gilgeous-Alexander stigahætsur með 25 stig.



Boston er komið áfram eftir að hafa rúllað yfir Indiana, 4-0, en sigurinn í nótt hafðist með fjórum stigum, 110-106. Portland er 3-1 yfir gegn Oklahoma eftir þrettán stiga sigur í nótt og Toronto er einnig 3-1 yfir gegn orlando. Kawhi Leonard leikmaður Toronto var stigahæsti leikmaður næturinnar með 34 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Boston - Indiana 110-106

Golden State - LA Clippers 113-105

Toronto - Orlando 107-85

Portland - Oklahoma 111-98



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×