Körfubolti

Boston komið áfram og meistararnir í góðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry fagnar í nótt en hann hefur átt betri leiki.
Curry fagnar í nótt en hann hefur átt betri leiki. vísir/getty

Ríkjandi NBA-meistararnir í Golden State eru komnir með 3-1 forystu gegn LA Clippers í einvígi liðanna í úrslitakeppninni í NBA-deildinni þetta tímabilið.

Golden State unnu fjórða leik liðanna í nótt, 113-105, eftir að staðan hafi verið 62-54, þeim í vil, er liðin gengu til búningsherbergja. Clippers setti þá undir pressu í þeim síðari en meistararnir héldu út.

Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State en hann gerði 33 stig. Að auki tók hann sjö fráköst og gaf sex sotðsendingar. Klay Thompson gerði 32 stig en í liði Clippers var Shai Gilgeous-Alexander stigahætsur með 25 stig.Boston er komið áfram eftir að hafa rúllað yfir Indiana, 4-0, en sigurinn í nótt hafðist með fjórum stigum, 110-106. Portland er 3-1 yfir gegn Oklahoma eftir þrettán stiga sigur í nótt og Toronto er einnig 3-1 yfir gegn orlando. Kawhi Leonard leikmaður Toronto var stigahæsti leikmaður næturinnar með 34 stig.

Öll úrslit næturinnar:
Boston - Indiana 110-106
Golden State - LA Clippers 113-105
Toronto - Orlando 107-85
Portland - Oklahoma 111-98


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.