Viðskipti innlent

Nafninu og dósunum breytt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona munu nýju dósirnar líta út, hærri og mjórri en áður.
Svona munu nýju dósirnar líta út, hærri og mjórri en áður. Mynd/CCEP
Coca Cola hefur boðað breytingar á vörumerkinu á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kókdósirnar gamalkunnu verða hærri og mjórri en áður og þá tekur Coca Cola Zero sykur upp nýtt nafn, Coca Cola án sykurs. Svarti Coke Zero-liturinn mun jafnframt víkja fyrir hinum klassíska rauða lit en sykurlausa dósakókið verður einkennt með svörtum borða efst á dósinni.

Þá verður miðum á sykurlausu plastflöskunum einnig breytt auk þess sem tappinn verður svartur. Í tilkynningu segir að þessum breytingum sé ætlað að gera notendum auðveldara að greina á milli sykurlausu og sykruðu útgáfu drykkjarins.

„Fólk hefur þó ekki alltaf áttað sig á því að Coke Zero Sykur sé alfarið sykurlaus vara en með þessari breytingu ætti valið að verða einfaldara: Neytendur velja sér einfaldlega kók með eða án sykurs, rétt eins og þeir velja hvort vatnið sé með eða án kolsýru.“

Til viðbótar við þessar breytingar fá umbúðir Coke Light einnig nýtt útlit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×