Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 18:32 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi.Í gær greindi Hreiðar frá því að leiðaráætlun fyrir flugfélagið hefði verið teiknuð upp, reiknað væri með að hefja flug til Kaupmannahafnar og London, tveggja áfangastaði í Þýskalandi og Alicante og Tenerife á Spáni. Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur meðal annars að stofnun félagsins með Hreiðari, þó ekki Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag sagði Hreiðar að undirbúningsvinnan gengi mjög vel og frá því að fregnir bárust af því hversu langt undirbúningur hins nýja flugfélags, sem gengur undir vinnuheitinu Air Stracta, væri kominn hafi síminn og tölvupóstinnhólfið vart stoppað vegna áhugasamra aðila.Er þetta klappað og kárt, eru vélarnar frá ykkur að fara í loftið?„Þær eru ekki að fara í loftið. Það rennur mikið vatn til sjávar áður,“ sagði Hreiðar hlæjandi. Eftir væri vinna við að klára viðskiptaáætlun, öflun fjármagns, flugrekstrarleyfis og samtal við eftirlitsaðila svo dæmi séu tekin. Hann er þó bjartsýnn á að allt gangi vel og að flugfélagið verði stofnað.„Núna fyrir tiltölulega stuttu síðan tölvupóstur frá erlendu flugfélagi sem vill kaupa helminginn af öllu hlutafénu. Ég legg ekki meira á þig. Maður er eiginlega hér um bil bara í losti,“ sagði Hreiðar.Lítið að sækja í þrotabú WOW air fyrir nýtt flugfélag Hann segir að ferlið allt við að stofna flugfélag sé mun opnara en hann gerði ráð fyrir í fyrstu. Aðilar úr Austur-Evrópu hafi haft samband við hann um leigu á flugvélum, möguleiki sé á því að sækja um flugrekstrarleyfi frá öðrum ríkjum takist það ekki hér landi svo dæmi séu tekin.„Hvað opnast mikið af samböndum á 24 tímum er með hreinum ólíkindum,“ segir Hreiðar sem bendir á að hann hafi verið rekstri í nærri hálfa öld þó hann hafi ekki komið beint að flugrekstri áður.Ýmsir hafa haft áhuga á því sem kann að leynast í þrotabúi WOW air með það í augsýn að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air. Þrátt fyrir að Hreiðar sé með fjölda fyrrverandi starfsfólks WOW air í liði með sér segir hann lítið að sækja í þrotabúið fyrir hið nýja flugfélag.„Það virðist ekki vera að það sé áhugavert, því miður,“ segir Hreiðar um þrotabúið. Hann getur ekki sagt til hvenær fyrsta flugið verði farið.„Eins og staðan er núna lítur það allt betur út núna varðandi hlutafjársöfnun en ég þorði að vona,“ segir Hreiðar. „Ef að það lítur mjög vel þá verður sennilega farið með fjórar vélar í loftið í fyrstu en ekki tólf.“En af hverju er Hreiðar að standa í þessu?„Ég geri þetta vegna þess að þetta er algjört lykilatriði fyrir þjóðina í heild sinni. Að það sé meira framboð af flugi,“ segir Hreiðar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi.Í gær greindi Hreiðar frá því að leiðaráætlun fyrir flugfélagið hefði verið teiknuð upp, reiknað væri með að hefja flug til Kaupmannahafnar og London, tveggja áfangastaði í Þýskalandi og Alicante og Tenerife á Spáni. Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur meðal annars að stofnun félagsins með Hreiðari, þó ekki Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag sagði Hreiðar að undirbúningsvinnan gengi mjög vel og frá því að fregnir bárust af því hversu langt undirbúningur hins nýja flugfélags, sem gengur undir vinnuheitinu Air Stracta, væri kominn hafi síminn og tölvupóstinnhólfið vart stoppað vegna áhugasamra aðila.Er þetta klappað og kárt, eru vélarnar frá ykkur að fara í loftið?„Þær eru ekki að fara í loftið. Það rennur mikið vatn til sjávar áður,“ sagði Hreiðar hlæjandi. Eftir væri vinna við að klára viðskiptaáætlun, öflun fjármagns, flugrekstrarleyfis og samtal við eftirlitsaðila svo dæmi séu tekin. Hann er þó bjartsýnn á að allt gangi vel og að flugfélagið verði stofnað.„Núna fyrir tiltölulega stuttu síðan tölvupóstur frá erlendu flugfélagi sem vill kaupa helminginn af öllu hlutafénu. Ég legg ekki meira á þig. Maður er eiginlega hér um bil bara í losti,“ sagði Hreiðar.Lítið að sækja í þrotabú WOW air fyrir nýtt flugfélag Hann segir að ferlið allt við að stofna flugfélag sé mun opnara en hann gerði ráð fyrir í fyrstu. Aðilar úr Austur-Evrópu hafi haft samband við hann um leigu á flugvélum, möguleiki sé á því að sækja um flugrekstrarleyfi frá öðrum ríkjum takist það ekki hér landi svo dæmi séu tekin.„Hvað opnast mikið af samböndum á 24 tímum er með hreinum ólíkindum,“ segir Hreiðar sem bendir á að hann hafi verið rekstri í nærri hálfa öld þó hann hafi ekki komið beint að flugrekstri áður.Ýmsir hafa haft áhuga á því sem kann að leynast í þrotabúi WOW air með það í augsýn að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air. Þrátt fyrir að Hreiðar sé með fjölda fyrrverandi starfsfólks WOW air í liði með sér segir hann lítið að sækja í þrotabúið fyrir hið nýja flugfélag.„Það virðist ekki vera að það sé áhugavert, því miður,“ segir Hreiðar um þrotabúið. Hann getur ekki sagt til hvenær fyrsta flugið verði farið.„Eins og staðan er núna lítur það allt betur út núna varðandi hlutafjársöfnun en ég þorði að vona,“ segir Hreiðar. „Ef að það lítur mjög vel þá verður sennilega farið með fjórar vélar í loftið í fyrstu en ekki tólf.“En af hverju er Hreiðar að standa í þessu?„Ég geri þetta vegna þess að þetta er algjört lykilatriði fyrir þjóðina í heild sinni. Að það sé meira framboð af flugi,“ segir Hreiðar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28