Körfubolti

John Havlicek látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Havlicek lék í treyju númer 17 sem Boston lagði seinna til hliðar.
Havlicek lék í treyju númer 17 sem Boston lagði seinna til hliðar. vísir/getty
John Havlicek, sem vann átta NBA-meistaratitla með Boston Celtics á sínum tíma, er látinn, 79 ára að aldri.



Havlicek lék allan sinn feril með Boston (1962-78) og varð átta sinnum meistari með liðinu. Aðeins Bill Russell (11) og Sam Jones (10) hafa unnið fleiri titla í sögu NBA.

Havlicek var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 1974 þegar Boston vann Milwaukee Bucks. Hann tók 13 sinnum þátt í Stjörnuleiknum, var fjórum sinnum valinn í lið ársins og fimm sinnum í varnarlið ársins.

Havlicek var leikjahæstur í sögu NBA þegar hann lagði skóna á hilluna 1978. Það met var bætt sex árum síðar.

Havlicek er hvað helst þekktur fyrir atvik sem átti sér stað undir lok oddaleik Boston og Philadelphia 76ers í úrslitum Austurdeildarinnar 1965. Hann stal þá boltanum eftir innkast Philadelphia og sá til þess að Boston landaði sigrinum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×