Viðskipti innlent

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun.

Jafnframt var samþykkt tillaga um að auka hlutafé félagsins í tengslum við áformuð kaup en kaupverðið er um 37 milljarðar króna. Í framhaldinu mun tillagan fara fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna í hluthafahópnum sem þurfa einnig að samþykkja hana.

Tillaga Jarðvarma gerir ráð fyrir því að kaupin verði gerð í samfloti með fjárfestingarfélaginu Ancala Partners.

Sjóður Macquarie náði nýverið samkomulagi við Innergex um kaup á 54 prósenta hlut í HS Orku en Jarðvarma stendur til boða að nýta sér kauprétt og ganga inn í viðskiptin.
Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
1,55
9
345.714
EIM
1,42
8
184.858
SJOVA
1,07
25
819.021
ARION
1,05
46
849.456
FESTI
0,63
13
218.031

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,55
6
94.656
EIK
-1,41
3
10.866
ICEAIR
-1,37
60
37.456
SYN
-1,35
7
10.231
SVN
-0,31
36
25.051
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.