Viðskipti innlent

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun.

Jafnframt var samþykkt tillaga um að auka hlutafé félagsins í tengslum við áformuð kaup en kaupverðið er um 37 milljarðar króna. Í framhaldinu mun tillagan fara fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna í hluthafahópnum sem þurfa einnig að samþykkja hana.

Tillaga Jarðvarma gerir ráð fyrir því að kaupin verði gerð í samfloti með fjárfestingarfélaginu Ancala Partners.

Sjóður Macquarie náði nýverið samkomulagi við Innergex um kaup á 54 prósenta hlut í HS Orku en Jarðvarma stendur til boða að nýta sér kauprétt og ganga inn í viðskiptin.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×