Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 15:24 Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira