Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2019 17:30 Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02