Körfubolti

Denver hundeltir meistara Golden State

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nikola Jokic var flottur í nótt.
Nikola Jokic var flottur í nótt. vísir/getty
Denver Nuggets hefur ekki gefist upp í baráttunni um toppsæti Vesturdeildar NBA-deildarinnar en Nuggets slátraði San Antonio Spurs í nótt.

Það setti þó nokkuð skarð í áætlanir Spurs að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, skildi láta henda sér úr húsi eftir aðeins 63 sekúndur. Þá fékk hann sína aðra tæknivillu.





Það var þó ekki Popovich að kenna að San Antonio setti aðeins niður fimm þriggja stiga körfur í 27 tilraunum.

Nikola Jokic skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en alls fóru sex leikmenn Denver yfir tíu stiga múrinn í leiknum. Liðið er 1,5 leikjum á eftir Golden State. Denver á eftir að spila fjóra leiki en Golden State fimm.

Úrslit:

Detroit-Indiana  89-108

Orlando-NY Knicks  114-100

Washington-Chicago  114-115

Atlanta-Philadelphia  130-122

Brooklyn-Toronto  105-115

Miami-Boston  102-115

New Orleans-Charlotte  109-115

Dallas-Minnesota  108-110

Denver-San Antonio  113-85

Phoenix-Utah  97-118

Portland-Memphis  116-89

LA Clippers-Houston  103-135

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×