Körfubolti

Gríska fríkið tryggði Bucks sigur í austrinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giannis og félagar fagna í nótt.
Giannis og félagar fagna í nótt. vísir/getty
Milwaukee Bucks vann magnaðan sigur á Philadelphia í nótt og tryggði sér um leið sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt.

Veturinn hefur verið frábær hjá liðinu sem er leitt af hinum magnaða Giannis Antentokounmpo. Margir spá því að hann verði valinn besti leikmaður deildarinnar enda gjörsamlega óstöðvandi í vetur.

Bucks þurfti að koma til baka í leiknum við 76ers og Giannis sá til þess. Hann skoraði 45 stig í leiknum og tók 13 fráköst.





Hann var líka með 6 stoðsendingar, 5 varin skot og tapaði boltanum aldrei í leiknum. Það hefur enginn náð slíkum leik síðan Michael Jordan gerði það árið 1989. Með hann við stýrið vann Bucks lokakaflann 15-4.

Joel Embiid var bestur í liði 76ers með 34 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar.

Úrslit:

Philadelphia-Milwaukee  122-128

Sacramento-Cleveland  117-104

LA Lakers-Golden State  90-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×