Einar um dómgæsluna í deildinni: „Ég hélt að Spaugstofan væri hætt“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 24. mars 2019 21:47 Það sauð á Einari í leikslok vísir/vilhelm Grótta tapaði fyrir Stjörnunni með þremur mörkum, 30-27, í Olísdeild karla í kvöld. „Varnarlega erum við bara ekki nógu öflugir í seinni hálfleik. Við réðum engan við Garðar inni á línunni til dæmis. Hann átti frábæran leik og við bara fundum ekki lausnir á því. Ég veit ekki hvað hann skoraði mikið en það var allavega alltof mikið. Fyrst og fremst var það lélegur varnarleikur sem fór illa með okkur. Auðvitað eru einhver hökkt sóknarlega líka en það er eitthvað sem maður er orðin tiltölulega vanur,” sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir leik kvöldsins. Grótta vann fyrri hálfleikinn með tveimur mörkum. Einar var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum bara flottir. Sóknarleikurinn var náttúrulega sérstaklega góður. Það var gott tempó á boltanum og við vorum að slútta vel á markið. Við náðum að skapa okkur fullt af færum.” Ásmundur Atlason miðjumaður Gróttu var búinn að eiga frábæran leik áður en hann meiddist í lok fyrri hálfleiks. Ásmundur gat ekkert spilað meira í leiknum og sást vel á sóknarleik Gróttu að þeir söknuðu hans. „Við missum Ása út. Það reyndist okkur svolítið erfitt, hann var búinn að vera helvíti góður áður en hann meiðist.” Í sömu sókn og Stjarnan jafnaði í fyrsta skipti í seinni hálfleik fékk bekkurinn hjá Gróttu á sig tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. Einar vildi ekki kenna þessari brottvísun um að missa Stjörnuna frá sér samt. „Svo jöfnum við aftur í 21-21. Það er alltaf dýrt að fá tvær mínútur fyrir kjaft og bara tvær mínútur yfir höfuð. Þeir voru samt að leysa stöðuna einum fleiri ágætlega þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi snúið leiknum eitthvað.” 3 leikir eftir og 5 stig upp í öruggt sæti, hefur þú einhverja trú á þið haldið ykkur í Olís deildinni? „Það þarft margt að breytast hjá okkur. Það þarf að breytast líka varðandi það sem er verið að bjóða upp á hérna í nokkrum leikjum að minnsta kosti hjá okkur í vetur. Að þetta sé nú boðlegt hérna. Ég veit að við erum nú ekki besta liðið á landinu en standardinn á dómgæslunni er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta sko.” Einar vildi ekki benda á nein sérstök atriði í leiknum þar sem honum fannst dómgæslan slæm en hann var samt sem áður gríðarlega óánægður með dómgæsluna. Hann segir að þetta hafi ekki endilega kostað Gróttu sigurinn en hann ítrekaði að þetta væri ekki boðlegt. „Horfðu bara á leikinn. Ég sem hélt að spaugstofan væri hætt sko en maður veltir því bara fyrir sér á köflum hvort þetta sé falin myndavél. Þetta er ekki boðlegt og ég vill ekki segja að þetta halli eitthvað endilega á okkur. Auðvitað finnst mér það og Rúnar getur örugglega sagt það sama. Við vorum báðir orðnir kolbrjálaðir og auðvitað á maður að reyna að sitja á sér en þetta er ekki hægt sko. Ég sagði það fyrir leikinn, gæðin á þessu eru bara ekki í Olís deild. Menn geta alveg sagt að gæðin á okkur séu ekki heldur í Olís deild og menn mega alveg fabúlera með það en þetta er bara langt frá því að vera í lagi sko.” Einar var alls ekki ánægður með þá dómgæslu sem Grótta hefur fengið á þessu tímabili. Honum finnst ekki nægilega margir góðir dómarar innan sambandsins til að halda uppi þessari deild. „Það er fullt af góðum dómurum í deildinni. Við höfum verið svona frekar óheppnir með að fá allavega í nokkrum leikjum þá sem ráða ekki við þetta. Það eru 4 leikir á dagskrá í dag og það eru ekki nógu margir dómarar til að bera þetta. Þetta gengur bara ekki upp svona, þetta er bara ekki hægt. Því miður.” „Hvað ætli við séum búnir að fá tvö bestu dómarapör landsins oft í vetur? Hvað erum við búnir að fá VAR leiki oft í vetur? Þar sem er hægt að taka út eitt og eitt atriði sem geta skipt sköpum. Við erum neðstir og þá fáum við aldrei neitt svona. Það er svo margt í þessu sem er bara ekki boðlegt. Ég er ekkert að segja að dómararnir hafi ollið því að við töpum þessum leik, alls ekki. Þetta er bara skrípaleikur að mínu mati. Þetta er bara djók.” Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Grótta tapaði fyrir Stjörnunni með þremur mörkum, 30-27, í Olísdeild karla í kvöld. „Varnarlega erum við bara ekki nógu öflugir í seinni hálfleik. Við réðum engan við Garðar inni á línunni til dæmis. Hann átti frábæran leik og við bara fundum ekki lausnir á því. Ég veit ekki hvað hann skoraði mikið en það var allavega alltof mikið. Fyrst og fremst var það lélegur varnarleikur sem fór illa með okkur. Auðvitað eru einhver hökkt sóknarlega líka en það er eitthvað sem maður er orðin tiltölulega vanur,” sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir leik kvöldsins. Grótta vann fyrri hálfleikinn með tveimur mörkum. Einar var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum bara flottir. Sóknarleikurinn var náttúrulega sérstaklega góður. Það var gott tempó á boltanum og við vorum að slútta vel á markið. Við náðum að skapa okkur fullt af færum.” Ásmundur Atlason miðjumaður Gróttu var búinn að eiga frábæran leik áður en hann meiddist í lok fyrri hálfleiks. Ásmundur gat ekkert spilað meira í leiknum og sást vel á sóknarleik Gróttu að þeir söknuðu hans. „Við missum Ása út. Það reyndist okkur svolítið erfitt, hann var búinn að vera helvíti góður áður en hann meiðist.” Í sömu sókn og Stjarnan jafnaði í fyrsta skipti í seinni hálfleik fékk bekkurinn hjá Gróttu á sig tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. Einar vildi ekki kenna þessari brottvísun um að missa Stjörnuna frá sér samt. „Svo jöfnum við aftur í 21-21. Það er alltaf dýrt að fá tvær mínútur fyrir kjaft og bara tvær mínútur yfir höfuð. Þeir voru samt að leysa stöðuna einum fleiri ágætlega þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi snúið leiknum eitthvað.” 3 leikir eftir og 5 stig upp í öruggt sæti, hefur þú einhverja trú á þið haldið ykkur í Olís deildinni? „Það þarft margt að breytast hjá okkur. Það þarf að breytast líka varðandi það sem er verið að bjóða upp á hérna í nokkrum leikjum að minnsta kosti hjá okkur í vetur. Að þetta sé nú boðlegt hérna. Ég veit að við erum nú ekki besta liðið á landinu en standardinn á dómgæslunni er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta sko.” Einar vildi ekki benda á nein sérstök atriði í leiknum þar sem honum fannst dómgæslan slæm en hann var samt sem áður gríðarlega óánægður með dómgæsluna. Hann segir að þetta hafi ekki endilega kostað Gróttu sigurinn en hann ítrekaði að þetta væri ekki boðlegt. „Horfðu bara á leikinn. Ég sem hélt að spaugstofan væri hætt sko en maður veltir því bara fyrir sér á köflum hvort þetta sé falin myndavél. Þetta er ekki boðlegt og ég vill ekki segja að þetta halli eitthvað endilega á okkur. Auðvitað finnst mér það og Rúnar getur örugglega sagt það sama. Við vorum báðir orðnir kolbrjálaðir og auðvitað á maður að reyna að sitja á sér en þetta er ekki hægt sko. Ég sagði það fyrir leikinn, gæðin á þessu eru bara ekki í Olís deild. Menn geta alveg sagt að gæðin á okkur séu ekki heldur í Olís deild og menn mega alveg fabúlera með það en þetta er bara langt frá því að vera í lagi sko.” Einar var alls ekki ánægður með þá dómgæslu sem Grótta hefur fengið á þessu tímabili. Honum finnst ekki nægilega margir góðir dómarar innan sambandsins til að halda uppi þessari deild. „Það er fullt af góðum dómurum í deildinni. Við höfum verið svona frekar óheppnir með að fá allavega í nokkrum leikjum þá sem ráða ekki við þetta. Það eru 4 leikir á dagskrá í dag og það eru ekki nógu margir dómarar til að bera þetta. Þetta gengur bara ekki upp svona, þetta er bara ekki hægt. Því miður.” „Hvað ætli við séum búnir að fá tvö bestu dómarapör landsins oft í vetur? Hvað erum við búnir að fá VAR leiki oft í vetur? Þar sem er hægt að taka út eitt og eitt atriði sem geta skipt sköpum. Við erum neðstir og þá fáum við aldrei neitt svona. Það er svo margt í þessu sem er bara ekki boðlegt. Ég er ekkert að segja að dómararnir hafi ollið því að við töpum þessum leik, alls ekki. Þetta er bara skrípaleikur að mínu mati. Þetta er bara djók.”
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira