Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 10:54 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/EPA Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.
Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira