Körfubolti

Celtics vann leik stórveldanna | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving var stigahæstur Boston-manna gegn LA Lakers.
Kyrie Irving var stigahæstur Boston-manna gegn LA Lakers. vísir/getty

Boston Celtics vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið bar sigurorð af Los Angeles Lakers, 107-120, í nótt. Boston er í 5. sæti Austurdeildarinnar.

Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston og þeir Marcus Morris og Marcus Smart sitt hvor 16 stigin. LeBron James skilaði þrennu fyrir Lakers; skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Liðið er í 11. sæti Vesturdeildarinnar.

Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi Austurdeildarinnar með sigri á Charlotte Hornets, 131-114. Giannis Antetokounmpo var einu sinni sem oftar atvkæðamestur í liði Milwaukee. Hann skoraði 26 stig og tók 13 fráköst.

Brooklyn Nets vann sinn þriðja leik í röð er liðið bar sigurorð af Atlanta Hawks, 112-114. Spencer Dinwiddie átti kröftuga innkomu af bekknum og skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum.

Úrslitin í nótt:
LA Lakers 107-120 Boston
Milwaukee 131-114 Charlotte
Atlanta 112-114 Brooklyn
NY Knicks 94-102 Sacramento
Minnesota 135-130 Washington
Portland 127-120 Phoenix
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.