Viðskipti innlent

480 milljónir í Icelandic Provision Provisions

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.
Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.

Hlutafé skyrsölufyrirtækisins Icelandic Provisions, sem er meðal annars í eigu Mjólkursamsölunnar og íslenskra einkafjárfesta, var aukið um fjórar milljónir dala, jafnvirði tæplega 480 milljóna króna, í síðasta mánuði, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent bandaríska verðbréfaeftirlitinu.

Um er að ræða aðra hlutafjáraukningu fyrirtækisins, sem hóf sölu á skyri í Bandaríkjunum snemma árs 2016, á innan við ári en fjárfestar lögðu því til um fimm milljónir dala, sem jafngildir um 600 milljónum króna, í aukið hlutafé í maí á síðasta ári. Áður hafði skyrfyrirtækið lokið við allt að tuttugu milljóna dala hlutafjársöfnun.

Stofnendur eru fjárfestingarsjóðurinn Polaris Founders Capital og Mjólkursamsalan en í stjórn sitja meðal annars Hallbjörn Karlsson, Davíð Freyr Albertsson og Ari Edwald, forstjóri MS.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.