Viðskipti innlent

Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Reynir Grétarsson, stjónarformaður Creditinfo.
Reynir Grétarsson, stjónarformaður Creditinfo. Fréttablaðið/Stefán

Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent.

Heimildir herma að sjóðurinn hafi alls fjárfest fyrir 17 milljónir evra, jafnvirði 2,3 milljarða króna, í Creditinfo. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtækisins.

Actis fjárfesti upphaflega í Creditinfo árið 2016. Fyrirtækið er leiðandi fjárfestir í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Fjárfestingasjóðurinn keypti nú tíu prósenta hlut af Reyni Grétarssyni, stofnanda og stjórnarformanni fyrirtækisins, sem á 68 prósenta hlut eftir söluna.

Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Fyrirtækið hefur opnað yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum, þar af rekur það ellefu skrifstofur í Afríku, og er með viðskipti í 45 löndum. Fram hefur komið í Markaðnum að félagið hafi vaxið um 15 prósent á ári býsna lengi. Veltan var um 38 milljónir evra í fyrra, jafnvirði 5,2 milljarða króna.

Það aðstoðar lánastofnanir við að stýra áhættu tengdri útlánum. Gögnum er safnað og breytt í upplýsingar sem eru notaðar við ákvarðanatöku.

„Ákvörðun Actis um frekari fjárfestingu í Creditinfo styður við og styrkir viðskiptaáætlanir fyrirtækisins,“ segir Reynir í tilkynningu. „Við höldum áfram að efla starfsemi okkar og útvíkka á mörkuðum þar sem tækni okkar styður við markmið viðskiptavina fyrirtækisins um vöxt og skjóta aðlögun að aðstæðum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.