Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2019 09:00 Miklir fjármunir fóru í viðbyggingu við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira