Borðandi að feigðarósi Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:15 „Getur verið að stærsta ógn íslensku æskunnar sé ferskt kjöt?“ hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir við eldamennskuna. Þurfum við ekki, sem þjóð, með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að æskan bragði á kjöti erlendis frá? Svo hún falli ekki til svefns næstu hundrað árin og vakni með persónuleikasturlun meginlandsbúans. Ég fylltist ótta við fréttaflutninginn og gaut augunum varlega til barnanna sem sátu við heimalærdóm grunlaus um ógnina. Blessunarlega var ég með íslenskt kjöt á pönnunni. Ég fór að nótera punkta um frystiskyldu á fersku kjöti. Fyrir börnin. Það er talað um 30 daga en ég myndi aldrei leika mér að eldinum. Ársfrysting að lágmarki á þessum bænum. Á Kanaríeyjum gerðu Íslendingar líka hlé á sólbaðinu til að senda stjórnvöldum áskorun um að fresta áformum um innflutning. Tafarlaust. Herkallið frá hinum íslensku (og sennilega fastandi) hermönnum á Kanaríeyjum er skýr áminning um að neyta kjötvöru aðeins innan landamæra viðkomandi ríkis. Aldrei yfir. En þar sem ég heyrði fréttir af fyrirhuguðum veiðum á hvölum sem verða flensaðir undir berum himni staldraði ég við. Nei, auðvitað þarf engan innflutning á fersku kjöti þegar við horfum fram á tonnin öll af fersku hvalkjöti á borðum landsmanna. Það verður nóg til fyrir alla. En er stríðið gegn ferska kjötinu samt alveg bráðnauðsynlegt? Eru hermennirnir á Kanarí kannski eins og eldra fólkið sem kaus Brexit fyrir unga fólkið? Situr svo í sólinni með útlenska hráskinku en vill annað fyrir æskuna. Þess eru nefnilega dæmi að menn hafi borðað kjöt án þess að það hafi verið fryst í 30 daga og komist heilir til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun
„Getur verið að stærsta ógn íslensku æskunnar sé ferskt kjöt?“ hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir við eldamennskuna. Þurfum við ekki, sem þjóð, með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að æskan bragði á kjöti erlendis frá? Svo hún falli ekki til svefns næstu hundrað árin og vakni með persónuleikasturlun meginlandsbúans. Ég fylltist ótta við fréttaflutninginn og gaut augunum varlega til barnanna sem sátu við heimalærdóm grunlaus um ógnina. Blessunarlega var ég með íslenskt kjöt á pönnunni. Ég fór að nótera punkta um frystiskyldu á fersku kjöti. Fyrir börnin. Það er talað um 30 daga en ég myndi aldrei leika mér að eldinum. Ársfrysting að lágmarki á þessum bænum. Á Kanaríeyjum gerðu Íslendingar líka hlé á sólbaðinu til að senda stjórnvöldum áskorun um að fresta áformum um innflutning. Tafarlaust. Herkallið frá hinum íslensku (og sennilega fastandi) hermönnum á Kanaríeyjum er skýr áminning um að neyta kjötvöru aðeins innan landamæra viðkomandi ríkis. Aldrei yfir. En þar sem ég heyrði fréttir af fyrirhuguðum veiðum á hvölum sem verða flensaðir undir berum himni staldraði ég við. Nei, auðvitað þarf engan innflutning á fersku kjöti þegar við horfum fram á tonnin öll af fersku hvalkjöti á borðum landsmanna. Það verður nóg til fyrir alla. En er stríðið gegn ferska kjötinu samt alveg bráðnauðsynlegt? Eru hermennirnir á Kanarí kannski eins og eldra fólkið sem kaus Brexit fyrir unga fólkið? Situr svo í sólinni með útlenska hráskinku en vill annað fyrir æskuna. Þess eru nefnilega dæmi að menn hafi borðað kjöt án þess að það hafi verið fryst í 30 daga og komist heilir til baka.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun