Körfubolti

Giannis stigahæstur í endurkomu sigri Bucks

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik næturinnar.
Úr leik næturinnar. vísir/getty
NBA körfuboltinn hélt áfram að rúlla í nótt með átta leikjum þar sem meðal annars Milwaukee Bucks héldu áfram góðu gengi sínu með sigri á Miami Heat.

 

Það voru heimamenn í Miami sem byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta, 37-19. Sú forysta átti aðeins eftir að stækka áður en flautað var til hálfleiksins en staðan var þá 62-42.

 

Liðsmenn Milwaukee Bucks mættu staðráðnir til leiks í seinni hálfleikinn og byrjuðu þriðja leikhluta á að skora 37 stig gegn 18 stigum frá Miami Heat og því strax búnir að minnka forystu heimamanna í aðeins eitt stig, 80-79. Þeir héldu síðan yfirburðum sínum áfram í síðasta leikhlutanum og unnu að lokum fimmtán stiga sigur, 113-98, magnaður endurkomu sigur hjá toppliði Austurdeildarinnar.

 

Það var Giannies Antetokounmpo sem var stigahæstur hjá Bucks með 35 stig en næstur á eftir honum var Eric Bledsoe með 34 stig.

 

Í öðrum leikjum næturinnar er helst að nefna það að James Harden hélt áfram uppteknum hætti hvað varðar stigasöfnun í sigri Houston Rockets á Pheonix Suns en hann skoraði 42 stig og var stigahæstur en eftir leikinn er Rockets í þriðja sæti deildarinnar. LeBron laust lið LA Lakers tapaði svo fyrir Pistons 111-97.

 

Úrslit næturinnar:

 

Pistons 111-97 Lakers

76ers 123-114 Kings

Wizards 110-116 Hornets

Heat 98-113 Milwaukee

Rockets 108-102 Suns

Pelicans 110-122 Trail Blazers

Spurs 109-83 Knicks

Clippers 128-121 Bulls

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr sigri Milwaukee Bucks.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×