Handbolti

Seinni bylgjan um leikaraskap Orra: Þú fiskar alltaf ruðning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur var ekki sáttur
Dagur var ekki sáttur s2 sport
Orri Freyr Gíslason var sendur út af í tvær mínútur í leik Aftureldingar og Vals í Olísdeild karla fyrir dýfu. Dagur Sigurðsson var ekki sáttur með þann dóm.

Orri Freyr er ekki óvanur því að vera sendur út af, enda hörku varnarmaður. Hann hins vegar fékk hins vegar að fjúka af velli í tvær mínútur fyrir að láta sig detta í gólfið.

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir málið í síðasta þætti.

„Ef að menn henda sér niður þegar það er engin snerting þá finnst mér það vera tveggja mínútna brottvísun,“ sagði Dagur Sigurðsson.

„Þarna fer hann á hann og Orri biður ekki um neitt. Hann er bara að fara að standa upp aftur og biður ekki um neinar tvær mínútur.“

Dagur var alls ekki á því að þetta ætti að vera brottvísun heldur hefði Orri gert allt rétt til þess að fiska ruðning.

„Þú fiskar alltaf ruðning. Þá ertu bara á réttum stað. Hann getur ekki ákveðið það á hve miklum hraða leikmaðurinn kemur. Hann er búinn að taka sér stöðu og leikmaðurinn bremsar sig þannig að höggið verður ekki eins mikið.“

„Hann ætti náttúrulega að geta staðið þetta af sér en hann er ekki að biðja um neinn ruðning.“

Klippa: Seinni bylgjan: Þú fiskar alltaf ruðning





Fleiri fréttir

Sjá meira


×