Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma

Birgir Olgeirsson skrifar
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management hf. Hluthafafundur Kviku hafði áður samþykkt kaupin átjánda desember síðastliðinn en Fjármálaeftirlitið hafði metið Kviku hæfan til að fara með yfir helmings eignarhlut í Gamma. 

Eru kaup Kviku á öllu hlutafé í Gamma enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 

Að undangenginni rannsókn er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sú að ekki séu fyrir hendi vísbendingar um að samruninn leiði til myndunar eða styrkingar markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á neinum markaði. Jafnframt verður ekki séð að samkeppni á mörkuðum raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Einn seljanda bréfanna, eigandi 3,85% hlutafjár, undirritaðir kaupsamninginn þó með fyrirvara sem ekki hefur verið aflétt. Mun því Kvika eignast 96,15% hlutafjár í Gamma á þessu stigi.

Uppfært með upplýsingum um seljanda bréfa sem ekki hefur aflétt fyrirvara.


Tengdar fréttir

Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka

Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×