Viðskipti innlent

Svafa í stjórn Icelandair

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Svafa Grönfeldt.
Svafa Grönfeldt.
Svafa Grönfeldt, stjórnarformaður MIT DesignX, viðskiptahraðals MIT-háskólans í Boston, var kjörin ný í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem fór fram síðdegis í gær.

Svafa, sem starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen og þar áður sem rektor Háskólans í Reykjavík, situr jafnframt í stjórn Össurar og þá var hún fyrr í vikunni kjörin í stjórn upplýsingatæknifyrirtækisins Origo.

Hún kemur ný inn í stjórn flugfélagsins í stað Ásthildar Margrétar Otharsdóttur sem gaf ekki kost á sér.




Tengdar fréttir

Origo greiðir hluthöfum milljarð í arð

Samþykkt var á aðalfundi upplýsingatæknifélagsins Origo að greiða hluthöfum arð upp á um það bil einn milljarð króna fyrir árið 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×