Býst við fleiri gjaldþrotum flugfélaga Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Domhnal Slattery, forstjóri írska félagsins Avolon. Getty/Balint Porneczi Forstjóri írsku flugvélaleigunnar Avolon, sem er einn af leigusölum WOW air, segir að þrátt fyrir áframhaldandi sterka eftirspurn eftir flugi muni fleiri flugfélög fara í gjaldþrot í ár en áður. Of mörg „ódýr sæti“ séu í boði á flugmarkaðinum. „Svo virðist sem sterkari flugfélögin séu að verða sterkari og veikari flugfélögin að veikjast hraðar,“ segir Domhnal Slattery, forstjóri Avolon, í samtali við Financial Times. Í nýlegri af komutilkynningu frá félaginu, sem sérhæfir sig í fjármögnun og útleigu flugvéla, var sérstaklega tekið fram að „fullnýttar flugvélar [væru] ekki alltaf gleðiefni“ en í því sambandi var vísað til þeirrar hrinu gjaldþrota sem farið hefur um evrópskan flugmarkað undanfarin misseri. John Higgins, framkvæmdastjóri rekstrar Avolon, segir flugfélög þurfa að sýna heilbrigða skynsemi. „Við erum að horfa upp á fleiri flugfélög glíma við lausafjárvanda og hærri vexti sem bætist ofan á hækkandi olíuverð,“ nefnir hann. Félagið viti vel að það geti ekki forðast áhættu að öllu leyti, heldur reyni það að vinna með þeim viðskiptavinum sínum sem lenda í vandræðum að viðbraðgsáætlunum. Sem kunnugt er tók írska félagið í lok nóvember í fyrra til sín fjórar flugvélar sem voru í rekstri WOW air. Leigusamningunum við íslenska lággjaldaflugfélagið var hins vegar ekki rift og kom fram í írskum fjölmiðlum að flugfélagið gæti fengið vélarnar til baka þegar rekstur þess kæmist aftur á réttan kjöl. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Forstjóri írsku flugvélaleigunnar Avolon, sem er einn af leigusölum WOW air, segir að þrátt fyrir áframhaldandi sterka eftirspurn eftir flugi muni fleiri flugfélög fara í gjaldþrot í ár en áður. Of mörg „ódýr sæti“ séu í boði á flugmarkaðinum. „Svo virðist sem sterkari flugfélögin séu að verða sterkari og veikari flugfélögin að veikjast hraðar,“ segir Domhnal Slattery, forstjóri Avolon, í samtali við Financial Times. Í nýlegri af komutilkynningu frá félaginu, sem sérhæfir sig í fjármögnun og útleigu flugvéla, var sérstaklega tekið fram að „fullnýttar flugvélar [væru] ekki alltaf gleðiefni“ en í því sambandi var vísað til þeirrar hrinu gjaldþrota sem farið hefur um evrópskan flugmarkað undanfarin misseri. John Higgins, framkvæmdastjóri rekstrar Avolon, segir flugfélög þurfa að sýna heilbrigða skynsemi. „Við erum að horfa upp á fleiri flugfélög glíma við lausafjárvanda og hærri vexti sem bætist ofan á hækkandi olíuverð,“ nefnir hann. Félagið viti vel að það geti ekki forðast áhættu að öllu leyti, heldur reyni það að vinna með þeim viðskiptavinum sínum sem lenda í vandræðum að viðbraðgsáætlunum. Sem kunnugt er tók írska félagið í lok nóvember í fyrra til sín fjórar flugvélar sem voru í rekstri WOW air. Leigusamningunum við íslenska lággjaldaflugfélagið var hins vegar ekki rift og kom fram í írskum fjölmiðlum að flugfélagið gæti fengið vélarnar til baka þegar rekstur þess kæmist aftur á réttan kjöl.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira