Viðskipti innlent

Sætanýting WOW air 80 prósent í janúar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikið gekk á hjá WOW Air á síðasta ári.
Mikið gekk á hjá WOW Air á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

WOW air flutti 160 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 26% færri farþega en í janúar árið 2018. Þá var sætanýting WOW air 80% en var 88% í sama mánuði á síðasta ári.

Þá fækkaði framboðnum sætum um 19% á milli ára. Hlutfall tengifarþega stóð í stað á milli ára og var 51% í janúar.

Í sumar mun WOW air fljúga til 26 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku þar með talið Boston, Washington DC, New York, Detroit, Toronto og Montreal.

Þá hefst aftur áætlunarflug til Tel Aviv í júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.