Körfubolti

Westbrook sló 51 árs gamalt met Wilt Chamberlain

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. vísir/getty

NBA-stjarnan Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder er engri lík en hann náði heldur betur merkilegum áfanga síðustu nótt.

Þá sló hann 51 árs gamalt met er hann var með þrefalda tvennu tíunda leikinn í röð.

Hann tók því metið af hinum eina sanna Wilt Chamberlain en sú goðsögn var með níu þrefaldar tvennur í röð árið 1968. Westbrook jafnaði metið á sunnudag og kom aldrei annað til greina en að slá það í nótt.Westbrook endaði þennan sögulega leik með 21 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Oklahoma vann leikinn, 120-111, og Paul George skoraði 47 stig fyrir Thunder í leiknum.

Reyndar var George líka með þrefalda tvennu - 47 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar - og þeir eru fyrstu liðsfélagarnir í sögunni til að ná þrefaldri tvennu í sama leiknum þar sem báðir skora yfir 20 stig.

NBA

Tengdar fréttir

Sautjánda tap Knicks í röð

New York Knicks er á lengstu taphrinu í sögu félagsins en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.