Körfubolti

Kristaps Porzingis til Dallas eftir sjö manna skipti í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristaps Porzingis.
Kristaps Porzingis. Getty/Abbie Parr
Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti.

Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.





Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann.

Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu.

Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.









Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina  Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð.

Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu.

Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×