Viðskipti innlent

Á­fram hrellir Takata ís­lenska bif­reiða­eig­endur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þúsundir bifreiða á Íslandi hafa verið innkallaðar vegna gallaðra Takata-öryggispúða. Nú er komið að Honda.
Þúsundir bifreiða á Íslandi hafa verið innkallaðar vegna gallaðra Takata-öryggispúða. Nú er komið að Honda. Getty/Metin Aktas

Bernhard ehf. mun þurfa að innkalla hundruð Honda-bifreiða af árgerðum 2010 til 2015. Um er að ræða alls 576 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz og CR-V.

Á vef Neytendastofu er ástæða innköllunarinnar sögð vera sú að öryggispúðar bílanna gætu verið gallaðir. Um sé að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata.

Upp komst um hina gölluðu Takatapúða árið 2015. Síðan þá hafa milljónir bifreiða um allan heim verið innkallaðar, þar af þúsundir á Íslandi. Það var til að mynda gert í janúar síðastliðnum, þegar Toyota á Íslandi innkallaði alls 2245 bifreiðar. Takata var úrskurðað gjaldþrota árið 2017.

Í tilkynningu Neytendastofu segir að við innköllunina verði skipt um öryggispúða farþegamegin og að viðkomandi bifreiðareigendum verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef stofnunarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
2,21
10
142.308
KVIKA
2,21
13
48.373
REGINN
1,72
8
391.800
EIM
1,46
2
8.788
REITIR
1,33
5
168.455

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-1,16
10
6.635.009
SIMINN
-0,74
4
120.650
ORIGO
-0,71
3
12.146
MARL
-0,38
12
120.833
HAGA
-0,34
3
44.480
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.