Körfubolti

Dwyane Wade bara með eitt markmið á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Dwayne Wade.
LeBron James og Dwayne Wade. Vísir/ Harry How

Vinirnir LeBron James og Dwayne Wade spila líklega saman í síðasta sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár.

Dwayne Wade fékk ásamt Dirk Nowitzki sérstakt heiðurssæti í stjörnuleiknum í ár en báðir eru þeir á sínu síðasta tímabili í deildinni.

LeBron James valdi Dwayne Wade í sitt lið og þeir fá því tækifæri til að spila saman í leiknum í Charlotte sem fer fram 17. febrúar næstkomandi.

Eftir að Dwayne Wade frétti að hann væri í liðinu hans LeBrons James þá sagðist hann vera aðeins með eitt markmið á þessari stjörnuhelgi.„Mitt eina markmið á Stjörnuleikshelginni er að senda eina svífandi sendingu á LeBron því það er það sem allir vilja sjá,“ sagði Dwayne Wade við ESPN.

Dwayne Wade og LeBron James léku saman í fjögur tímabil með Miami Heat og unnu tvo titla á þessum fjórum árum. Þeir voru líka saman í eitt tímabil með Cleveland Cavaliers.

LeBron James hefur unnið einn titil án Wade með liði Cleveland Cavaliers en Wade vann einn titil með Miami Heat áður en LeBron kom þangað.

Dwyane Wade er 37 ára gamall síðan í janúar og er á sínu sextán tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur skorað 22,1 stig að meðaltali í 1024 leikjum í NBA-deildarkeppninni og 22,3 stig að meðaltali í 177 leikjum í úrslitakeppni NBA.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.