Körfubolti

Körfuboltakvöld: Framlenging

Dagur Lárusson skrifar
Mynd/Skjáskot

Dominos Körfuboltakvöld var á sínum stað í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli og sérfræðingar hans fóru yfir stóru málin úr síðustu umferð.
 
Dagskrárliðurinn Framlengingin var á sínum stað en þau málefni sem voru tekin fyrir að þessu sinni voru komandi landsleikir, bikarinn, Haukar, heimavallarréttur og Tindastóll.
 
Hermann Hauksson byrjaði á því að tala um mikilvægi þess að fá sem flesta áhorfendur á landsleikinn í næstu viku en það sé hægara sagt en gert.
 
„Þegar kemur að körfubolta, þá þarftu doldið að kaupa stemminguna. Þetta er ekki eins og á handbolta og fótboltaleikjum,“ sagði Hermann.
 
Jón tók undir orð Hermanns.
 
„Ég held að það væri ekki úr vegi ef t.d. Vífílfell myndi gefa stuðningsmönnum eitthvað til þess að væta kverkarnar á leiknum.“
 
Þeir félagarnir ræddu svo um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.
 
„Maður á aldrei að afskrifa neitt og því mun ég ekki afskrifa það að KR hljóti heimavallaréttinn.“ 
 
Teitur tók undir með Jóni.
 
„Ég held að Keflavík taki þetta en eins og Jonni segir að þá er ekki hægt að afskrifa KR þó svo að það sé kannski ekki eins mikil ógn sem stafar af þessu liðinu núna.“
 
Klippuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.   
 

Klippa: FramlengingAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.