Á Steph Curry vandræðalegustu stund NBA-tímabilsins til þessa? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 Steph Curry er hér búinn að fljúga illa á hausinn. Getty/Harry How Það voru ekki aðeins slakar tölur sem gerðu þetta að skelfilegu kvöldi fyrir fyrir einn besta leikmann NBA-deildarinnar. Stephen Curry átti skelfilegan dag með Golde State Warriors síðustu nótt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Los Angeles Lakers sannfærandi. Stephen Curry hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum í leiknum og var aðeins með 11 stig á 30 mínútum sem hann lægsta stigaskor síðan 12. desember og þriðja lægsta stigaskor á tímabilinu. Stephen Curry er að skora 29,3 stig að meðaltali í leik og er með 49 prósent skotnútingu. Hann var því 18 stigum undir meðalskori sínu og 24 prósentum undir meðalhittni sinni.Warriors Star Steph Curry Suffers Humiliating Fall During Dunk Attempt https://t.co/VzlZO4nrP9pic.twitter.com/Nw0rf81hNP — The Daily Caller (@DailyCaller) January 22, 2019 Þessi tölfræði var hinsvegar ekki það versta við kvöldið fyrir Stephen Curry heldur eitt hraðaupphlaup í þriðja leikhluta þegar Golden State liðið var fyrir löngu búið að gera út um leikinn. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum þá slapp Stephen Curry einn upp í hraðaupphlaup. Hann leit út fyrir að ætla að fara að bjóða upp á eina góða troðslu en útkoman var allt önnur. Curry flaug illa á hausinn og tókst ekki að skjóta á körfuna. Hann náði boltanum aftur á reyndi þriggja stiga skot en það var loftbolti. Curry getur nánast bókað það eftir þessi vandræðalegu tilþrif að hann verður í toppbaráttunni í „Shaqtin' a Fool“ með Shaquille O'Neal í lok tímabilsins. Þetta er ein vandræðalegasta stund NBA-tímabilsins til þessa og hana má sjá hér fyrir neðan.OH NO STEPH. pic.twitter.com/E48EihbHkb — Bleacher Report (@BleacherReport) January 22, 2019 NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Það voru ekki aðeins slakar tölur sem gerðu þetta að skelfilegu kvöldi fyrir fyrir einn besta leikmann NBA-deildarinnar. Stephen Curry átti skelfilegan dag með Golde State Warriors síðustu nótt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Los Angeles Lakers sannfærandi. Stephen Curry hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum í leiknum og var aðeins með 11 stig á 30 mínútum sem hann lægsta stigaskor síðan 12. desember og þriðja lægsta stigaskor á tímabilinu. Stephen Curry er að skora 29,3 stig að meðaltali í leik og er með 49 prósent skotnútingu. Hann var því 18 stigum undir meðalskori sínu og 24 prósentum undir meðalhittni sinni.Warriors Star Steph Curry Suffers Humiliating Fall During Dunk Attempt https://t.co/VzlZO4nrP9pic.twitter.com/Nw0rf81hNP — The Daily Caller (@DailyCaller) January 22, 2019 Þessi tölfræði var hinsvegar ekki það versta við kvöldið fyrir Stephen Curry heldur eitt hraðaupphlaup í þriðja leikhluta þegar Golden State liðið var fyrir löngu búið að gera út um leikinn. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum þá slapp Stephen Curry einn upp í hraðaupphlaup. Hann leit út fyrir að ætla að fara að bjóða upp á eina góða troðslu en útkoman var allt önnur. Curry flaug illa á hausinn og tókst ekki að skjóta á körfuna. Hann náði boltanum aftur á reyndi þriggja stiga skot en það var loftbolti. Curry getur nánast bókað það eftir þessi vandræðalegu tilþrif að hann verður í toppbaráttunni í „Shaqtin' a Fool“ með Shaquille O'Neal í lok tímabilsins. Þetta er ein vandræðalegasta stund NBA-tímabilsins til þessa og hana má sjá hér fyrir neðan.OH NO STEPH. pic.twitter.com/E48EihbHkb — Bleacher Report (@BleacherReport) January 22, 2019
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira