Stofna greiðslufyrirtæki í Litháen Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira