Handbolti

Arnór missti eitt marka sinna á móti Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson fagnar hér mögulega markinu sem hann fékk ekki skráð á sig.
Arnór Þór Gunnarsson fagnar hér mögulega markinu sem hann fékk ekki skráð á sig. Getty/TF-Images

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið frábær með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og er markahæsti leikmaður íslenska liðsins eftir fjóra fyrstu leikina.

Tölfræðingar mótsins eru þó eitthvað að stríða okkar manni ef marka má listann á heimasíðu mótsins yfir markahæstu mennina á HM 2019 eftir fjórar umferðir.

Arnór hefur skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum og ætti að vera í 6. til 8. sæti á markalistanum með þeim Mikkel Hansen frá Danmörku, Rome Hebo frá Angóla og Ferran Sóle frá Spáni.

Arnór er hins vegar aðeins skráður með 20 mörk og er því 9. til 14. sæti á listanum sem var gefinn út eftir leikina í gær.

Arnór skoraði 5 mörk á móti Króatíu, 3 mörk á móti Spáni, 8 mörk á móti Barein og svo 5 mörk á móti Japan. Samtals eiga þetta að vera 21 mark og það úr aðeins 24 skotum.

Eitt fimm marka Arnórs á móti Japan í gær var skráð á línumanninn Arnar Freyr Arnarsson.

Markið sem fór mannavillt var 21. mark Íslands í leiknum sem Arnór skoraði úr hraðaupphlaupi og kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir.

Tölfræðiskýrsla leiksins var seinna lagfærð og markið fært yfir á Arnór. Vandamálið er tölfræðifólkið í München hafa gleymt að uppfæra heildartölfræðina í leiðinni.

Fyrir vikið er Arnór bara skráður með 20 mörk á heildartölfræði íslenska landsliðsins sem og á listanum yfir markahæstu menn mótsins.  

Þetta verður vonandi leiðrétt þegar tölurnar verða uppfærðar eftir leikina í dag sem eru þeir síðustu í riðlakeppninni. Ísland mætir þá Makedóníu klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá báðar skýrslurnar, þá sem var fyrst gefin út og svo endanlega tölfræðiskýrsluna eftir leiðréttingu. Þar fyrir neðan má sjá lista mótshaldara yfir markahæstu menn á mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.