Körfubolti

Körfuboltakvöld: Galið að hafa náð þessu kemistríi í gang í töpuðum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds s2 sport
Þórsarar frá Þorlákshöfn unnu ótrúlegan sigur á KR í Domino's deild karla í vikunni. Þór var 19 stigum undir fyrir loka fjórðunginn.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu sigurinn í þætti vikunnar og fóru vel yfir síðasta fjórðunginn.

„Mér finnst að við þurfum að gefa Baldri svolítið kredit,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Baldur er bara ógeðslega flottur þjálfari.“

„Hann er að sannna sig í fyrsta skipti í efstu deild sem þjálfari. Að ná einhverju „kemestríi“ í gang í þessum leik, með hann tapaðan, er náttúrulega bara galið.“

Þór vann síðasta fjórðunginn 33-7 og tók leikinn 95-88.

„Þeir hætta ekki. Þeir sóttu sinn sigur og pössuðu upp á sinn heimavöll. Í staðinn fyrir að KR myndi bara bíta í skjaldarrendur þá urðu þeir bara litlir,“ sagði Fannar Ólafsson.

„Ég veit ekki hvað maður á að halda. Lið með allan þennan mannskap, að þeir skori sjö stig. KR-ingarnir komu inn í þennan fjórða leikhluta eins og ég veit ekki hvað,“ tók Jón Halldór undir.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Hauslausir KR-ingar misstu niður unnin leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×