Körfubolti

Rotaði andstæðing er hann ætlaði að troða | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Noel í leik með Oklahoma.
Noel í leik með Oklahoma. vísir/getty

Óhugnalegt atvik átti sér stað í NBA-deildinni í nótt þegar Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves mættust.

Andrew Wiggins, leikmaður Minnesota, ákvað þá að troða yfir stóra manninn hjá Oklahoma, Nerlens Noel, en ekki tókst betur til en svo að hann fór með olnbogann í andlitið á Noel og steinrotaði hann.Noel féll til jarðar eins og sementspoki og fékk þungt högg á höfuðið í lendingunni.

Hann lá hreyfingarlaus í talsverðan tíma á gólfinu og fór um áhorfendur sem og leikmenn sem eðlilega stóð ekki á sama. Noel var að lokum borinn af velli á börum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.