Myndu kljúfa markaðinn í tvennt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 08:15 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun. Fréttablaðið/Ernir Nái frumvarpið um breytingu á lögum um verðtrygginguna fram að ganga má búast við að fjármögnun lánastofnana á verðtryggðum fasteignalánum verði erfiðari og lánskjör verri. Lögin myndu kljúfa markaðinn fyrir verðtryggðar skuldbindingar í tvennt, grynnka hann og þannig veikja verðmyndun, að mati hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Grynnri markaður muni að öllum líkindum þýða hærri vexti á verðtryggðum skuldbindingum. Fjármálaráðuneytið birti í sumar drög að frumvarpinu sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins. Breytingarnar sem í því felast eru tvíþættar. Annars vegar verður hámarkið á lánstíma verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda lækkað úr 40 árum í 25 ár. Frumvarpsdrögin fela þó í sér töluverðar undanþágur vegna aldurs, tekna og veðsetningar. Hins vegar verður heimilað að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Allar eldri skuldbindingar verða þó áfram verðtryggðar með vísitölu neysluverðs eins og verið hefur. Öll ný verðtryggð lán til neytenda, neyslulán og fasteignalán, skulu verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa skilað umsögn um frumvarpsdrögin, segir í samtali við Markaðinn að ný vísitala muni flækja stýringu eigna og skuldbindinga hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. „Markaðurinn verður grynnri og það er verið að kljúfa hann í tvennt. Þetta skapar vanda fyrir lífeyrissjóðina sem verða áfram með sínar skuldbindingar, þ.e.a.s. lífeyrisgreiðslurnar, tryggðar með vísitölu neysluverðs en sjóðfélagalánin og ef til vill fleiri eignir verða á nýju vísitölunni. Þannig myndast misvægi og það er hugsanlegt að áhugi sjóðanna á því að veita fasteignalán til neytenda muni minnka,“ segir Yngvi Örn. Lífeyrissjóðirnir muni hafa mestan áhuga á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem tryggð eru með vísitölu neysluverðs til jafnvægis við skuldbindingarnar. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendur innlendra skuldabréfa og leiðir Yngvi Örn líkur að því að ríkissjóður muni ekki gefa út skuldabréf með verðtryggingu með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Verðmyndun á vöxtum sem tryggðir eru með nýju vísitölunni verði því ábótavant enda myndi ríkisskuldabréf grunn að verðmyndun á vaxtamarkaði. „Síðan er hætta á því að bankarnir, sem verða að lána til fasteignakaupa í nýju vísitölunni, verði í erfiðleikum að fjármagna fasteignalánin með sértryggðum skuldabréfum. Bankar myndu vilja að sértryggðu skuldabréfin yrðu framvegis verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Áhugi lífeyrissjóða sem eru helstu kaupendur skulda bréfa á innlendum markaði, og þannig verðtryggðra skuldabréfa, er óviss. Hugsanlega verður erfitt að finna markað fyrir skuldabréfin nema með því að hækka vextina,“ segir Yngvi Örn. Þannig muni hærri fjármögnunarkostnaður stuðla að hækkun vaxta á fasteignalánum bankanna. Auk þess sé líklegt að nýja vísitalan hækki minna en sú gamla til lengri tíma litið og því verði vextirnir á lánum með nýju vísitölunni hærri. Þá nefnir Yngvi Örn fleiri galla á því að hafa tvær vísitölur á lánamarkaði. „Það er hætt við því að þegar misgengi verður milli þessara vísitalna, til dæmis þegar verðlag hækkar hraðar en húsnæðisverð, komi upp óánægja og þrýstingur á stjórnmálamenn að breyta fyrirkomulaginu á ný. Við sáum þetta þegar launavísitalan var tekin inn í verðtrygginguna árið 1989 og tekin aftur út nokkrum árum síðar þegar í ljós kom að laun voru að hækka hraðar en verðlag,“ segir Yngvi Örn. „Það hefur síðan verið ákveðin hefð fyrir því að gera breytingar afturvirkar til að forðast rugling en eins og útfærslan er í dag þá virðist áformað að eldri skuldbindingar verði áfram á gömlu vísitölunni. Þetta datt mönnum ekki í hug í þau skipti sem vísitölunni var breytt.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nái frumvarpið um breytingu á lögum um verðtrygginguna fram að ganga má búast við að fjármögnun lánastofnana á verðtryggðum fasteignalánum verði erfiðari og lánskjör verri. Lögin myndu kljúfa markaðinn fyrir verðtryggðar skuldbindingar í tvennt, grynnka hann og þannig veikja verðmyndun, að mati hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Grynnri markaður muni að öllum líkindum þýða hærri vexti á verðtryggðum skuldbindingum. Fjármálaráðuneytið birti í sumar drög að frumvarpinu sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins. Breytingarnar sem í því felast eru tvíþættar. Annars vegar verður hámarkið á lánstíma verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda lækkað úr 40 árum í 25 ár. Frumvarpsdrögin fela þó í sér töluverðar undanþágur vegna aldurs, tekna og veðsetningar. Hins vegar verður heimilað að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Allar eldri skuldbindingar verða þó áfram verðtryggðar með vísitölu neysluverðs eins og verið hefur. Öll ný verðtryggð lán til neytenda, neyslulán og fasteignalán, skulu verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa skilað umsögn um frumvarpsdrögin, segir í samtali við Markaðinn að ný vísitala muni flækja stýringu eigna og skuldbindinga hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. „Markaðurinn verður grynnri og það er verið að kljúfa hann í tvennt. Þetta skapar vanda fyrir lífeyrissjóðina sem verða áfram með sínar skuldbindingar, þ.e.a.s. lífeyrisgreiðslurnar, tryggðar með vísitölu neysluverðs en sjóðfélagalánin og ef til vill fleiri eignir verða á nýju vísitölunni. Þannig myndast misvægi og það er hugsanlegt að áhugi sjóðanna á því að veita fasteignalán til neytenda muni minnka,“ segir Yngvi Örn. Lífeyrissjóðirnir muni hafa mestan áhuga á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem tryggð eru með vísitölu neysluverðs til jafnvægis við skuldbindingarnar. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendur innlendra skuldabréfa og leiðir Yngvi Örn líkur að því að ríkissjóður muni ekki gefa út skuldabréf með verðtryggingu með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Verðmyndun á vöxtum sem tryggðir eru með nýju vísitölunni verði því ábótavant enda myndi ríkisskuldabréf grunn að verðmyndun á vaxtamarkaði. „Síðan er hætta á því að bankarnir, sem verða að lána til fasteignakaupa í nýju vísitölunni, verði í erfiðleikum að fjármagna fasteignalánin með sértryggðum skuldabréfum. Bankar myndu vilja að sértryggðu skuldabréfin yrðu framvegis verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Áhugi lífeyrissjóða sem eru helstu kaupendur skulda bréfa á innlendum markaði, og þannig verðtryggðra skuldabréfa, er óviss. Hugsanlega verður erfitt að finna markað fyrir skuldabréfin nema með því að hækka vextina,“ segir Yngvi Örn. Þannig muni hærri fjármögnunarkostnaður stuðla að hækkun vaxta á fasteignalánum bankanna. Auk þess sé líklegt að nýja vísitalan hækki minna en sú gamla til lengri tíma litið og því verði vextirnir á lánum með nýju vísitölunni hærri. Þá nefnir Yngvi Örn fleiri galla á því að hafa tvær vísitölur á lánamarkaði. „Það er hætt við því að þegar misgengi verður milli þessara vísitalna, til dæmis þegar verðlag hækkar hraðar en húsnæðisverð, komi upp óánægja og þrýstingur á stjórnmálamenn að breyta fyrirkomulaginu á ný. Við sáum þetta þegar launavísitalan var tekin inn í verðtrygginguna árið 1989 og tekin aftur út nokkrum árum síðar þegar í ljós kom að laun voru að hækka hraðar en verðlag,“ segir Yngvi Örn. „Það hefur síðan verið ákveðin hefð fyrir því að gera breytingar afturvirkar til að forðast rugling en eins og útfærslan er í dag þá virðist áformað að eldri skuldbindingar verði áfram á gömlu vísitölunni. Þetta datt mönnum ekki í hug í þau skipti sem vísitölunni var breytt.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira