Jón Axel við bandarísku blaðamennina: Pabbi spilaði á móti Dirk Nowitzki þegar hann var 17 ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:30 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/ Lance King Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira