Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 16:36 Líklegt þykir að rauðar vélar Play muni fljúga til fjögurra evrópskra stórborga og tveggja sólarstranda innan tíðar. Play Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30