Lárus telur að fyrirliði ÍR sé á leið í langt leikbann Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. október 2019 21:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. ÞórTV/ thorsport.is Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45