Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:06 Kristján Loftsson og fjölskylda er stærsti hluthafi Hvals. Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira