Helgafell selur allan eignarhlut sinn í Festi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Festi er meðal annars eigandi að olíufélaginu N1. Fréttablaðið/Anton Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira