Óvænta stjarna ÍBV: „Kom mjög á óvart þegar Erlingur hringdi í mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2019 12:30 Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30