Guðbjörg: Vorum að spila ákveðinn borðtenniskörfubolta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. október 2019 21:56 Guðbjörg í leiknum í kvöld. VÍSIR/BÁRA Valur átti annan góðan leik gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn fór 82-51 og Keflavík sá eiginlega ekki til sólar eftir fyrsta leikhlutann. Fyrirliði Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir, var að vonum sátt með sigurinn og ræddi eftir leikinn um hvað hefði skilið á milli liðanna. „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Sjá meira
Valur átti annan góðan leik gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn fór 82-51 og Keflavík sá eiginlega ekki til sólar eftir fyrsta leikhlutann. Fyrirliði Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir, var að vonum sátt með sigurinn og ræddi eftir leikinn um hvað hefði skilið á milli liðanna. „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Sjá meira