Lífið

Dóttir Frikka Dórs og Lísu kom í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson með Frikka Dór á góðri stundu.
Jón Jónsson með Frikka Dór á góðri stundu. Vísir/sylvía
Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust dóttur 13. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram á mbl.is.

Stúlkan hefur fengið nafnið Úlfhildur en fyrir áttu þau aðra stelpu, hana Ásthildi sem fæddist árið 2013.

„Ásthildur er nefnd í höfuðið á móður minni og skoraði mörg stig en Úlfhildur sá um þetta sjálf, fékk enga aðstoð foreldra sinna , því hún skellti sér í heiminn á afmælisdegi ömmunnar. Við erum því nýorðin fjögurra manna fjölskylda og það gengur rosa vel og litla daman vex og dafnar,“ segir Friðrik Dór í barnablaði Morgunblaðsins um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.