Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku. Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku.
Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira