Gylfi segir hagsmuni stórfyrirtækja tekna fram yfir hagsmuni almennings Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 13:00 Gylfi Magnússon er formaður bankaráðs Seðlabankan. vísir/vilhelm Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans svarar gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á hann fullum hálsi vegna framlagningu frumvarps um breytingu á samkeppnislögum. Hagsmunir stórfyrirtækja séu teknir fram yfir hagsmuni almennings og smærri fyrirtæka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett frumvarpsdrög um breytingar á samkeppnislögum í samráðsgátt stjórnvalda. Þar sé meðal annars gert ráð fyrir að veltumörk tilkynningarskyldra samruna verði hækkuð og málsmeðferð þeirra einfölduð. Fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága til samruna séu uppfyllt, heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott. Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra gagnrýndi þessar fyrirhuguðu breytingar á Facebook síðu sinni í gær. Nú ætti að láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast væri unnt. Hann segir núgildandi ákvæði samkeppnislaga hafa mætt harðri andstöðu stærri fyrirtækja á sínum tíma.Þú telur að það sé verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu?„Já, það leikur enginn vafi á því að til þess er leikurinn gerður. Það er annars vegar verið að taka heimild sem eftirlitið hefur haft til að kalla eftir breytingum á skipulagi fyrirtækja eins og það er kalað,“ segir Gylfi. Þá eigi hins vegar að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. „Þeir sem eru brotlegir eða málsaðilar meiga vísa slíkum úrskurðum til dómstóla. En ef eftirlitið mætti ekki gera það væri enginn sem gæti gætt hagsmuna þeirra sem eru þolendur brotanna. Neytendur og smærri fyrirtæki. Þannig að það yrði mjög skrýtin slagsíða að leyfa bara öðrum málsaðilanum að leita til dómstóla en ekki eftirlitinu,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu í dag að ummæli sem þessi sæmi ekki formanni bankaráðs Seðlabankans. Ógætilegt sé að formaðurinn snúi út úr tillögum ráðuneytisins og geri aðilum upp annarlega hvata. Hann verði að gæta að því að aðá hann sé hlustað og orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. „Já, ég skil nú ekki að þetta tengist á nokkur hátt starfi mínu þar. Ég hef hins vegar unnið að samkeppnismálum með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Verið formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, verið ráðgjafi í samkeppnismálum og meira að segja ráðherra samkeppnismála. Ég er auðvitað fyrst og fremst að tala sem slíkur,“ segir Gylfi sem einnig hefur kennt samkeppnismál í Háskóla Íslands. Hann svarar Halldóri Benjamín á Facebook síðu sinni í dag og segir að sjálfsagt væri þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um ársreikning bankans.Þannig að þrátt fyrir þessa gagnrýni munt þú ekki láta deigan síga og óhikað tjáð þig um þessi mál sem önnur? „Já, já. Ég hef nú marg oft í gegnum tíðina verið beðinn um að segja minna. En það hefur ekki borið mikinn árangur til þessa,“ segir Gylfi Magnússon. Samkeppnismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans svarar gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á hann fullum hálsi vegna framlagningu frumvarps um breytingu á samkeppnislögum. Hagsmunir stórfyrirtækja séu teknir fram yfir hagsmuni almennings og smærri fyrirtæka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett frumvarpsdrög um breytingar á samkeppnislögum í samráðsgátt stjórnvalda. Þar sé meðal annars gert ráð fyrir að veltumörk tilkynningarskyldra samruna verði hækkuð og málsmeðferð þeirra einfölduð. Fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága til samruna séu uppfyllt, heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott. Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra gagnrýndi þessar fyrirhuguðu breytingar á Facebook síðu sinni í gær. Nú ætti að láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast væri unnt. Hann segir núgildandi ákvæði samkeppnislaga hafa mætt harðri andstöðu stærri fyrirtækja á sínum tíma.Þú telur að það sé verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu?„Já, það leikur enginn vafi á því að til þess er leikurinn gerður. Það er annars vegar verið að taka heimild sem eftirlitið hefur haft til að kalla eftir breytingum á skipulagi fyrirtækja eins og það er kalað,“ segir Gylfi. Þá eigi hins vegar að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. „Þeir sem eru brotlegir eða málsaðilar meiga vísa slíkum úrskurðum til dómstóla. En ef eftirlitið mætti ekki gera það væri enginn sem gæti gætt hagsmuna þeirra sem eru þolendur brotanna. Neytendur og smærri fyrirtæki. Þannig að það yrði mjög skrýtin slagsíða að leyfa bara öðrum málsaðilanum að leita til dómstóla en ekki eftirlitinu,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu í dag að ummæli sem þessi sæmi ekki formanni bankaráðs Seðlabankans. Ógætilegt sé að formaðurinn snúi út úr tillögum ráðuneytisins og geri aðilum upp annarlega hvata. Hann verði að gæta að því að aðá hann sé hlustað og orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. „Já, ég skil nú ekki að þetta tengist á nokkur hátt starfi mínu þar. Ég hef hins vegar unnið að samkeppnismálum með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Verið formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, verið ráðgjafi í samkeppnismálum og meira að segja ráðherra samkeppnismála. Ég er auðvitað fyrst og fremst að tala sem slíkur,“ segir Gylfi sem einnig hefur kennt samkeppnismál í Háskóla Íslands. Hann svarar Halldóri Benjamín á Facebook síðu sinni í dag og segir að sjálfsagt væri þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um ársreikning bankans.Þannig að þrátt fyrir þessa gagnrýni munt þú ekki láta deigan síga og óhikað tjáð þig um þessi mál sem önnur? „Já, já. Ég hef nú marg oft í gegnum tíðina verið beðinn um að segja minna. En það hefur ekki borið mikinn árangur til þessa,“ segir Gylfi Magnússon.
Samkeppnismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00