Arion banki sagði upp níu starfsmönnum í gær. Fyrst var greint frá uppsögnunum á vef Kjarnans en Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion, segir í svari til Vísis að fyrst og fremst hafi það verið starfsfólk í höfuðstöðvum bankans sem var látið fara.
Hann segir bankann hafa almennt verið á þeirri vegferð að auka skilvirkni í rekstrinum.
„Starfsfólki bankans hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum og höfum við reynt að nýta starfsmannaveltu eins og hægt er en það dugar ekki alltaf til. Ef horft er til allrar starfsmannaveltu og annars ársfjórðungs þá má ætla að fækkun starfsfólks nemi u.þ.b. 20,“ segir Haraldur Guðni.
Níu sagt upp hjá Arion banka
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent


Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent