Gobert setti troðslumet í sigri á Phoenix Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 07:45 Gobert kann að troða boltanum vísir/getty Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144 NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144
NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira