Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38