Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 16:42 Íslenska ríkið á 98,2 prósent í Landsbankanum. VÍSIR/GVA Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Í upplýsingabeiðni Bankasýslunnar til Landsbankans kemur fram að meðal annars sé óskað eftir sjónarmiðum bankaráðs í tengslum við margumfjallaða launahækkun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Mánaðarlaun hennar hækkuðu um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Þetta sjónarmið verði auk þess að vera sett í sérstakt samhengi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í þeirri stefnu komi meðal annars fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins,“ - sem Landsbankinn fellur undir.Sjá einnig: Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin launBankasýslan telur sig að sama skapi ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka. Því kallar stofnunin eftir upplýsingum frá stjórn bankans um nákvæma þróun laun og annarra hlunninda bankastjórans frá og með 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Auk þess er krafist afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar - aftur með tilliti til eigendastefnu ríkisins. Þá spyr Bankasýslan hvort fyrirhugað sé að endurskoða launakjör bankastjórans á næstu misserum, til dæmis vegna samningsbundinna ákvæða ráðningarsamnings hans. Bankarnir hafa til 19. febrúar næstkomandi til að verða við fyrirspurnum Bankasýslunnar.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45
Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. 11. febrúar 2019 18:41
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30