Snorri Steinn: Var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins Gabríel Sighvatsson skrifar 21. september 2019 22:21 Snorri Steinn heldur tölu yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45