Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækin hafa verið flutt úr landi og til Danmerkur. Nú hefur nýtt fyrirtæki sem ætlar að veita útlánastarfsemi verið skráð til leiks hér á landi. Vísir/Hafsteinn Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. RÚV greindi fyrst frá. Kredia Group á smálánafyrirtæki á borð við 1909, Múla, Hraðpeninga og Smálán í gegnum félagið Ecommerce 2020. Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. Þjónustan er þó veitt á lýtalausri íslensku. Íslenskt fyrirtæki hefur séð um innheimtu lánanna.Ef farið er á smalan.is tekur á móti manni spjallgluggi og spurt er: „Góðan dag, get ég aðstoðað þig“.Frumvarp liggur fyrir Alþingi til að taka á smálánafyrirtækjum. Ecommerce 2020 segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi. Kröfu Neytendasamtakanna um lögbann við innheimtu Almennra innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssonar, sem innheimt hafa kröfur venga ólögmætra smálaána, var hafnað í september.Búsettir í Tékklandi en með íslenska kennitölu Ondrej Smakal, hinn 37 ára gamli forstjóri Ecommerce 2020, er skráður stjórnarmaður í Brea og Vladimiír Smakal skráður í varastjórn. Báðir eru með íslenska kennitölu en búa í Tékklandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Í stofngögnun Brea ehf kemur fram að Kredia Group sé skráð til heimilis á Canada Square í London. Ríkisskattstjóri móttók tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins þann 4. október síðastliðinn. Tveimur dögum fyrr var haldinn stofnfundur Brea á skristofu Íslensku lögfræðistofunnar. Viðstaddir voru Ondrej og Vladimir Smakal auk Ingvars Smára Birgissonar lögmanni sem tók að sér að tilkynna um skráningu félagsins.Fólk í vanda sem tekur smálán Starfsemi smálaánafyrirtækja hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði. Fram hefur komið að níu af hverjum tíu þeirra sem leitað hafa réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna glímu við smálánafyrirtæki eigi við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Þá hefur verið til skoðunar að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum.Ef farið er á 1909.is færist maður yfir á 1909.dk þar sem allar upplýsingar og þjónusta er á íslensku.1909.dkNeytendastofa telur að Ecommerce 2020 eigi að fara að íslenskum lögum en þessu hafnar Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce. Telur fyrirtækið að vísa eigi erindum vegna fyrirtækisins til danskra stofnana þar sem fyrirtækið sé skráð þar í landi. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni,“ sagði Ondrej Smakal í fréttatilkynningu á dögunum. Forsenda fyrir því að fá lán hjá smálánafyrirtækjum Ecommerce er að vera með íslenska kennitölu og símanúmer. Þótt fyrirtækin séu skráð í Danmörku geta Danir því ekki tekið lán samkvæmt því sem fram kom í Kveiki í ágúst.Frétt Stöðvar 2 um deilur Neytendasamtakanna og Ecommerce á dögunum má sjá hér að neðan. Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. RÚV greindi fyrst frá. Kredia Group á smálánafyrirtæki á borð við 1909, Múla, Hraðpeninga og Smálán í gegnum félagið Ecommerce 2020. Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. Þjónustan er þó veitt á lýtalausri íslensku. Íslenskt fyrirtæki hefur séð um innheimtu lánanna.Ef farið er á smalan.is tekur á móti manni spjallgluggi og spurt er: „Góðan dag, get ég aðstoðað þig“.Frumvarp liggur fyrir Alþingi til að taka á smálánafyrirtækjum. Ecommerce 2020 segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi. Kröfu Neytendasamtakanna um lögbann við innheimtu Almennra innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssonar, sem innheimt hafa kröfur venga ólögmætra smálaána, var hafnað í september.Búsettir í Tékklandi en með íslenska kennitölu Ondrej Smakal, hinn 37 ára gamli forstjóri Ecommerce 2020, er skráður stjórnarmaður í Brea og Vladimiír Smakal skráður í varastjórn. Báðir eru með íslenska kennitölu en búa í Tékklandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Í stofngögnun Brea ehf kemur fram að Kredia Group sé skráð til heimilis á Canada Square í London. Ríkisskattstjóri móttók tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins þann 4. október síðastliðinn. Tveimur dögum fyrr var haldinn stofnfundur Brea á skristofu Íslensku lögfræðistofunnar. Viðstaddir voru Ondrej og Vladimir Smakal auk Ingvars Smára Birgissonar lögmanni sem tók að sér að tilkynna um skráningu félagsins.Fólk í vanda sem tekur smálán Starfsemi smálaánafyrirtækja hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði. Fram hefur komið að níu af hverjum tíu þeirra sem leitað hafa réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna glímu við smálánafyrirtæki eigi við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Þá hefur verið til skoðunar að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum.Ef farið er á 1909.is færist maður yfir á 1909.dk þar sem allar upplýsingar og þjónusta er á íslensku.1909.dkNeytendastofa telur að Ecommerce 2020 eigi að fara að íslenskum lögum en þessu hafnar Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce. Telur fyrirtækið að vísa eigi erindum vegna fyrirtækisins til danskra stofnana þar sem fyrirtækið sé skráð þar í landi. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni,“ sagði Ondrej Smakal í fréttatilkynningu á dögunum. Forsenda fyrir því að fá lán hjá smálánafyrirtækjum Ecommerce er að vera með íslenska kennitölu og símanúmer. Þótt fyrirtækin séu skráð í Danmörku geta Danir því ekki tekið lán samkvæmt því sem fram kom í Kveiki í ágúst.Frétt Stöðvar 2 um deilur Neytendasamtakanna og Ecommerce á dögunum má sjá hér að neðan.
Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30
Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30