Segir reynt að útrýma samkeppni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2018 19:00 Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Sjá meira
Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Sjá meira